Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hver er „rödd“ Íslandsmótsins í golfi?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 8. ágúst 2025 kl. 14:19

Hver er „rödd“ Íslandsmótsins í golfi?

Öll umgjörð í kringum Íslandsmótið í golfi er á við það besta sem þekkist. M.a. eru keppendur kynntir til leiks á fyrsta teig, þar sem kynnirinn talar í hljóðnema. Páll Sævar Guðjónsson hafði lengið kynnt körfuknattleiksliðið sitt vestur í bæ, hefur verið rödd íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli síðan um aldamót og fannst kynningin á keppendum í Íslandsmótinu í golfi ekki vera nógu góð og bauð fram þjónustu sína. Síðan eru liðin fimm ár og Páll er bara rétt að byrja. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir að fá keppnisrétt á Íslandsmótinu.
Örninn 2025
Örninn 2025