Fréttir

Í beinni: Íslandsmótið í höggleik - Dagur 3
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 10. ágúst 2019 kl. 10:59

Í beinni: Íslandsmótið í höggleik - Dagur 3

Þriðji keppnisdagur Íslandsmótsins í höggleik fer fram í dag, laugardag, á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Flestir af bestu kylfingum landsins eru mættir til leiks og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Eftir annan keppnisdaginn var skorið niður og komust þá 60% keppenda áfram. Niðurskurðarlínan var +12 í karlaflokki og +18 í kvennaflokki.

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafa titil að verja í mótinu en þau fögnuðu sigri á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum í fyrra. Axel er á tveimur höggum yfir pari eftir tvo hringi en Guðrún Brá er á þremur höggum undir pari og leiðir í kvennaflokki.

Andri Þór Björnsson er í forystu í karlaflokki á 6 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Hlyni Geir Hjartarsyni.

Skor verður uppfært hjá öllum ráshópum eftir hverja holu sem leikin er. Keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um að skrá inn skorið fyrir sinn ráshóp. Notast er við Golfbox skorskráningarkerfið – en GSÍ mun innleiða þá lausn á næsta ári.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með skori efstu keppenda í beinni: