Fréttir

Í beinni: Úrslitin ráðast í dag á Íslandsmótinu í höggleik
Guðmundur getur í dag tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í höggleik.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2019 kl. 12:15

Í beinni: Úrslitin ráðast í dag á Íslandsmótinu í höggleik

Úrslitin á Íslandsmótinu í höggleik 2019 ráðast í dag þegar lokahringur mótsins fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Mikil spenna ríkir í báðum flokkum en í kvennaflokki er líklegast að sigurvegari síðasta árs verji titil sinn á meðan nýtt nafn gæti litið dagsins ljós á bikarnum í karlaflokki.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er með tveggja högga forystu í karlaflokki á 5 höggum undir pari í heildina. Guðmundur hefur leikið frábært golf á þessu ári og væri Íslandsmeistaratitillinn rúsínan í pylsuendanum fyrir GR-inginn.

Staðan eftir þrjá hringi í karlaflokki:

1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72-68-68 208 högg (-5)
2. Andri Þór Björnsson, GR 70-66-74 210 högg (-3)
3.-5. Arnar Snær Hákonarson, GR 74-68-69 211 högg (-2)
3.-5. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 73-71-67 211 högg (-2)
3.-5. Haraldur Franklín Magnús, GR 70-69-72 211 högg (-2)
6.-8. Ragnar Már Garðarsson, GKG 77-67-68 212 högg (-1)
6.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 72-70-70 212 högg (-1)
6.-8. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71-71-70 212 högg (-1)

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem sigraði á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum í fyrra, er með fjögurra högga forystu í kvennaflokki. Guðrún Brá hefur leikið alla þrjá hringi mótsins undir pari og er eini kylfingurinn í mótinu sem hefur afrekað það.

Staðan eftir þrjá hringi í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-69-70) 209 högg (-4)
2. Saga Traustadóttir, GR (69-74-70) 213 högg (par)
3. Nína Björk Geirsdóttir, GM 73-69-75  217 högg (+4)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 73-73-74 220 högg (+7)
5.-6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 69-78-76 223 högg (+10)
5.-6. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76-75-72 223 högg (+10)

Skor verður uppfært hjá öllum ráshópum eftir hverja holu sem leikin er. Keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um að skrá inn skorið fyrir sinn ráshóp.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með skori efstu keppenda í beinni ásamt Twitter síðu Golfsambandsins: