Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ingi Þór, Hjalti Kristján og Eva sigruðu á Icelandic Midnight Junior Challenge
Miðnætursólin heillaði gesti GM upp úr skónum í gær
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 30. júní 2022 kl. 16:06

Ingi Þór, Hjalti Kristján og Eva sigruðu á Icelandic Midnight Junior Challenge

Icelandic Junior Midnight Challenge, alþjóðlegt unglingamót, sem er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni, fór fram á Hlíðavelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar dagana 27.-29. júní sl. Rétt rúmlega 60 keppendur tóku þátt, þar af um 20 erlendir kylfingar.

Global Junior Golf mótaröðin er sterk alþjóðleg mótaröð en fjölmargir íslenskir kylfingar hafa tekið þátt í mótum á mótaröðinni undanfarin ár. Gestirnir komu víða að og sú fjölskylda sem kom lengst að kom alla leið frá Los Angeles.

Örninn 2025
Örninn 2025

Heimamaðurinn, Ingi Þór Ólafson úr GM sigraði í drengjaflokki en hann lék hringina þrjá á 213 höggum (65-75-73) eða samtals á 3 höggum undir pari vallarins, einu höggi betur en Hugo Duquaine frá Belgíu. Heiðar Snær Bjarnason úr GOS, Aron Ingi Hákonarson úr GM og Markús Marelsson úr GK voru jafnir í þriðja sæti.

Lynn van der Sluijs frá Hollandi sigraði í stúlknaflokki en hún lék hringina þrjá á 222 höggum (74-74-74) eða samtals á 6 höggum yfir pari vallarins, fjórum höggum betur en Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR. Hinar hollensku Minouche Rooijmans og Rosanne Boere voru jafnar í þriðja sæti. Hollensku stúlkurnar eiga sæti í stúlknalandsliði Hollands sem keppir á EM á Urriðavelli í næstu viku.

Í flokki drengja 14 ára og yngri sigraði heimamaðurinn, Hjalti Kristján Hjaltason úr GM en hann lék hringina þrjá á 228 höggum (79-74-75) eða samtals á 12 höggum yfir pari vallarins, sjö höggum betur en Raphael Aigner frá Austurríki. Arnar Daði Svavarsson úr GKG hafnaði í þriðja sæti.

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri sigraði heimakonan, Eva Kristinsdóttir úr GM en hún lék á 237 höggum (85-73-79) eða samtals á 21 höggi yfir pari, tveimur höggum betur en Þóra Sigríður Sveinsdóttir úr GR. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM hafnaði í þriðja sæti.

Lokastaðan á mótinu