Fréttir

Íslandsmótið í höggleik: Draumabyrjun hjá Hilmari Snæ
Hilmar Snær Örvarsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 8. ágúst 2019 kl. 13:09

Íslandsmótið í höggleik: Draumabyrjun hjá Hilmari Snæ

Fyrstu keppendur á Íslandsmótinu í höggleik eru nú farnir af stað á Grafarholtsvelli þar sem mótið fer fram í ár.

Einn þeirra, Hilmar Snær Örvarsson úr GKG, fékk sannkallaða draumabyrjun og er í efsta sæti mótsins þessa stundina.

Hilmar, sem er með 3 í forgjöf, fékk örn á fyrstu holunni sem er frekar stutt par 4 hola. Hann gerði sér svo lítið fyrir og fékk annan örn strax á fjórðu holu og var því kominn fjóra undir par á þeim tímapunkti og langefstur í karlaflokki.


Skorkort Hilmars til þessa.

Hilmar er þó ekki sá eini sem hefur fengið örn á fjórðu holuna í dag en alls hafa fimm kylfingar í karlaflokki og einn í kvennaflokki afrekað það.

Þegar fréttin er skrifuð er Hilmar efstur í karlaflokki á 2 höggum undir pari eftir 8 holur en fljótlega fara forgjafarlægstu kylfingar mótsins af stað.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640