Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Islantilla ferð í golfhermis-móti VITAgolf á Valderrama
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 15:00

Islantilla ferð í golfhermis-móti VITAgolf á Valderrama

VITAgolf og Golfklúbburinn Holtagörðum efna til skemmtilegs golfmóts föstudaginn 21. og laugardaginn 22. september þegar leiknar verða 9 holur á hinum heimsþekkta golfvelli Valderrama á Spáni. Rástímar verða frá kl. 11 til kl. 20.
Glæsileg verðlaun eru í boði, m.a. viku golfferð með VITAgolf til Islantilla, vinsælasta golfstaðar VITAgolf frá upphafi.
Golfklúbburinn Holtagörðum opnaði í fyrra og er með skemmtilega aðstöðu í golfhermum og býður upp á veitingaþjónustu.


Skráning í VITAgolfmótið er á golf@golfklubburinn.is eða með því að hringja í 820 9111.
Mótsgjald er kr. 2.000 kr. Verðlaun: Veit eru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppninni og fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða á par þrjú holum og á fimmtu holu í öðru höggi og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á annarri holu. Verðlaun fyrir fugla og erni: Inneign í ferðina 27. sept. að verðmæti 15.000kr. fyrir hvern örn og 5.000kr. fyrir hvern fugl.Verðlaun í punktakeppni:
1. Viku golfferð til Islantilla, vinsælasta áfangastað íslenskra kylfinga til margra ára, þann 27. sep. til 4. okt. 2018.
2. 20.000kr. afsláttur af viku golfferð til Islantilla 27. sep. til 4. okt. og árgjald í Golfklúbbnum.
3. Þrjár klukkustundir í golfhermi að verðmæti allt að 18.000kr.
4. Tvær klukkustundir í golfhermi að verðmæti allt að 12.000kr
5. Ein klukkustund í golfhermi að verðmæti allt að 6.000kr.

Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar: Golfveisla í Golfklúbbnum - 3 klst. í golfhermi og veitingar að verðmæti 30.000kr.
Aukaverðlaun: Glæsileg verðlaun frá FootJoy og Titleist fyrir næstur holu og lengsta upphafshögg: á þriðju holu, á sjöttu holu, í öðru höggi á 8 og lengsta upphafshögg á fimmtu holu. Verðlaun fyrir fugla og erni: inneign upp í golfferð til Islantilla 27. sep. til 4. okt. fyrir örn 15.000kr. og 5.000kr fyrir fugl.
 

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)