Fréttir

Íslensku kylfingarnir héldu áfram keppni í Finnlandi
Helga Signý bætti sig um 8 högg á öðrum hring
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 17:24

Íslensku kylfingarnir héldu áfram keppni í Finnlandi

Keppni hélt áfram í dag á European Young Masters í Finnlandi.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék á 75 höggum í dag og er áfram í toppbaráttunni í stúlknaflokki. Helga Signý Pálsdóttir lék einnig á 75 höggum í dag og bætti sig um 8 högg frá fyrsta hring.

Perla Sól er í 9. sæti eftir tvo hringi á samtals 2 höggum yfir pari og Helga Signý situr í 28. sæti á 14 höggum yfir pari samtals.

Í piltaflokki lék Veigar Heiðarsson á 79 höggum í dag og Skúli Gunnar Ágústsson á 80 höggum. Skúli er í 35. sæti eftir tvo hringi á samtals 14 höggum yfir pari og Veigar í því 44. á samtals 19 höggum yfir pari.

Í liðakeppninni situr íslenska liðið áfram í 13. sæti af 22 þjóðum.

Staðan í mótinu