Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ji Han Sol leiðir í Kína
Fimmtudagur 10. mars 2016 kl. 11:34

Ji Han Sol leiðir í Kína

Hin suður kóreska Ji Han Sol lék best allra við gífurlega erfið skilyrði á fyrsta hring heimsmóts kvenna sem fram fer í Kína þessa vikuna á Evrópumótaröðinni.

Sol lék á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari en fáir kylfingar náðu að ljúka fyrsta hringnum vegna tafa. Leikur var stöðvaður í tæpa þrjá klukkutíma vegna rigningar og eldingahættu og að lokum náðist ekki að klára hringinn vegna myrkurs.

Örninn 2025
Örninn 2025

Landa Sol, hún Ji Hyun Oh, deilir öðru sætinu með Anne Lise Caudal frá Frakklandi en þær eru báðar á þremur höggum undir pari.

Í heildina eru ekki nema 13 kylfingar undir pari en búast má við að skor skáni með betra veðri um helgina.

Staðan