Fréttir

Jimenez nær merkum áfanga um helgina
Miguel Angel Jimenez.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 16:18

Jimenez nær merkum áfanga um helgina

Miguel Angel Jimenez mun að öllum líkindum verða einungis annar kylfingurinn í sögu Evrópumótaraðar karla til að leika á 700 mótum á mótaröðinni þegar hann verður með á Opna mótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Hinn 55 ára gamli Jimenez, sem varð atvinnukylfingur árið 1982, vann sér inn þátttökurétt á mótið með sigri á Opna breska öldungamótinu í fyrra.

Frá því að Jimenez varð atvinnukylfingur fyrir um 37 árum hefur hann sigrað á 21 móti á Evrópumótaröðinni og varð hann meðal annars elsti sigurvegari í sögu mótaraðarinnar árið 2014 þegar hann sigraði á Opna spænska mótinu 50 ára og 133 daga gamall.

Eftir helgina vantar Jimenez einungis sex mót til að jafna Sam Torrance sem spilaði á sínum tíma á 706 mótum á Evrópumótaröðinni og er það met á mótaröðinni. Torrance og Jimenez eiga það sameiginlegt að hafa báðir sigrað á 21 móti á sínum ferlum.

„Ég er mjög stoltur af þessu og að ná þessum áfanga á Opna mótinu gerir þetta enn skemmtilegra," sagði Jimenez.

Sigrar Jimenez á Evrópumótaröð karla:

1. 1992 Piaget Belgian Open
2. 1994 Heineken Dutch Open
3. 1998 Turespana Masters Open Baleares
4. 1998 Trophée Lancôme
5. 1999 Turespana Masters - Open Andalucia
6. 1999 Volvo Masters
7. 2003 Turespana Mallorca Classic
8. 2004 Johnnie Walker Classic
9. 2004 Algarve Open de Portugal
10. 2004 BMW Asian Open
11. 2004 BMW International Open
12. 2004 Omega Hong Kong Open
13. 2005 Celtic Manor Wales Open
14. 2007 UBS Hong Kong Open
15. 2008 BMW PGA Championship
16. 2010 Omega Dubai Desert Classic
17. 2010 Alstom Open de France
18. 2010 Omega European Masters1
19. 2012 UBS Hong Kong Open
20. 2013 Hong Kong Open
21. 2014 Open de España