Fréttir

Jin Young Ko lék frábærlega og sigraði á lokamótinu
Frábært tímabil að baki hjá Jin Young Ko.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 20:55

Jin Young Ko lék frábærlega og sigraði á lokamótinu

Jin Young Ko endaði frábært tímabil á LPGA mótaröðinni með sínum fimmta sigri á tímabilinu þegar hún sigraði á CME Group Tour Championship. Ko fékk að launum hæsta verðlaunafé sem veitt er í kvennagolfinu, eina og hálfa milljón dollara.

Sigurinn skaut Ko einnig upp fyrir Nelly Korda á stigalistanum og tryggði henni titilinn Rolex kylfingur ársins.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Það sem gerir sigur hennar enn athyglisverðari er sú staðreynd að hún barðist við meiðsli á úlnlið allt mótið og sló ekki eitt einast högg af fullum krafti á æfingasvæðinu í mótinu. Það kom ekki í veg fyrir þann ótrúlega árangur að hún hitti 63 flatir í röð í réttum höggafjölda í mótinu.

Á lokahringum lék Ko á 63 höggum og samtals á 23 höggum undir pari. Nasa Hataoka var sú eina sem náði að veita henni keppni á lokahringnum. Hataoka lék lokahringinn á 64 höggum og endaði einu höggi á eftir Ko.

Nelly Korda sem barðist við Ko um stigameistaratitilinn náði pútternum ekki í gang á lokahringnum og þurfti að sætta sig við 5. sætið eftir 69 högg á lokahringnum.

Lokastaðan í mótinu