Heimsferðir
Heimsferðir

Fréttir

Karlalandsliðið endaði í 9. sæti á EM
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 18:49

Karlalandsliðið endaði í 9. sæti á EM

Karlalandslið Íslands í golfi hóf leik þann 9. september á Evrópumóti áhugakylfinga. Að þessu sinni var keppt á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti.

Íslenska liðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandssson. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, var liðsstjóri.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Ísland og Belgía áttust við í dag í úrslitaleik B-riðils á Evrópumóti áhugakylfinga í Hollandi. Um var að ræða úrslitaleik í B-riðli keppninnar.

Kristófer Karl Karlsson og Aron Snær Júlíusson sigruðu í fjórmenningsleiknum 2/0. Hákon Örn Magnússon sigraði örugglega í sínum tvímenningsleik 5/4 en Aron Snær Júlíusson tapaði naumlega 1/0.

Þjóðverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum eftir sigur gegn Svíum í úrslitaleik.

Lokastaðan

 1. Þýskaland
 2. Svíþjóð
 3. Sviss
 4. Ítalía
 5. Holland
 6. Austurríki
 7. Frakkland
 8. Danmörk
 9. Ísland
 10. Belgía
 11. Eistland
 12. Tékkland
 13. Slóvakía
 14. Slóvenía