Fréttir

Karlotta klúbbmeistari Nesklúbbsins í 16. sinn
Karlotta Einarsdóttir og Nökkvi Gunnarsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 7. júlí 2019 kl. 10:30

Karlotta klúbbmeistari Nesklúbbsins í 16. sinn

Meistaramóti Nesklúbbsins 2019 lauk á laugardaginn og voru það Karlotta Einarsdóttir og Nökkvi Gunnarsson sem urðu klúbbmeistarar þetta árið.

Karlotta fór með sigur af hólmi í meistaraflokki kvenna þegar hún lék lokahringinn á einu höggi yfir pari og varð 47 höggum á undan Helgu Kristínu Gunnlaugsdóttur sem varð önnur. Þetta er í 16. skiptið sem Karlotta verður klúbbmeistari Nesklúbbsins.


Skorkort Karlottu á lokahringnum.

Í karlaflokki fagnaði Nökkvi einnig öruggum sigri en hann lék hringina fjóra á 3 höggum undir pari og varð 12 höggum á undan Kjartani Óskari Karítasarsyni. Nökkvi hefur nú orðið klúbbmeistari NK tvisvar.


Skorkort Nökkva á lokahringnum.

Meistaraflokkur karla:

1. sæti: Nökkvi Gunnarsson - 285 högg
2. sæti: Kjartan Óskars Guðmundsson - 297 högg
3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson - 302 högg

Meistaraflokkur kvenna:

1. sæti: Karlotta Einarsdóttir - 305 högg
2. sæti: Helga Kristín Gunnlaugsdóttir - 352 högg
3. sæti: Ragna Björg Ingólfsdóttir - 355 högg