Fréttir

Keilir gerir samkomulag við sex aðila
Frá vinstri: Magnús Birgisson, Karen Sævarsdóttir, Björgvin Sigurbergsson, Björn Kristinn Björnsson og Karl Ómar Karlsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 3. júlí 2020 kl. 20:49

Keilir gerir samkomulag við sex aðila

Þann 1. júlí urðu breytingar á golfæfingavæði Keilis í Hraunkoti.

Golfklúbburinn Keilir hefur gert samkomulag við Karen Sævarsdóttur, Björn Kristinn Björnsson, Birgi Vestmar Björnsson og Magnús Birgisson auk þess sem að Björgvin Sigurbergsson og Karl Ómar Karlsson munu halda áfram að kenna félagsmönnum Keilis og öðrum kylfingum golf. 

Þau munu kenna undir merkjum Golfakademíu Keilis og bjóða upp á kennslu- og námskeið við allra hæfi og fyrir hvaða getustig sem er.

Einnig mun Birgir Vestmar sem er vottaður kylfusmiður halda áfram að sérsmíða kylfur og bjóða upp á viðgerðir á kylfum hjá golfkylfur.is

Golfkennarar golfakademíu Keilis búa yfir mikillri reynslu af golfþjálfun og kennslu fyrir alla, fyrir kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og til afrekskylfinga á mótaröðum atvinnumanna.