Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri
Sigursveit Golfklúbbsins Keilis. Mynd: seth@golf.is
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 28. júní 2020 kl. 20:35

Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri lauk í gær á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Það var sveitr Golfklúbbs Reykjavíkur sem fagnaði sigri í stelpuflokki og sveit Golfklúbbsins Keilis sem fagnaði sigri í strákaflokki.

Hjá strákunum mætti GK-Hraunkot sveit Golfklúbbs Akureyrar (A) og þar hafði GK betur 2-1. Leikirnir unnust frekar stórt en sá leikur sem fór lengst kláraðist á 15. holu. Sveitirnar unnu sitthvoran tvímenninginn og var það svo sveit GK sem vann fjórmenninginn.

Í leiknum um þriðja sætið hafði sveit Golfklúbbs Reykjavíkur - Korpa betur 2-1 gegn sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (A).

Golfklúbbr Akureyrar (A) 1 - 2 Golfklúbburinn Keilir - Hraunkot
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A) 1 - 2 Golfklúbbur Reykjavíkur - Korpa


Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur - Korpa. Mynd: seth@golf.is

Hjá stelpunum voru yfirburðir Reykjavíkurstúlkna þónokkrir en þær töpuðu til að mynda ekki stigi í allri keppninni. Í úrslitaleiknum varð engin breyting á því en þær unnu sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar 3-0.

Í leiknum um þriðja sætið mættust sveit Golfklúbbsins Keilis og sveit Golfklúbbs Akureyrar. Leikar fóru þannig að sveit GA vann 3-0.

Golfklúbbur Reykjavíkur - Korpa 3 - 0 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbburinn Keilir 0 - 3 Golfklúbbur Akureyrar