Fréttir

Keilir opnar nýja 17. braut í dag
Mynd af nýrri 16. braut hjá Keili. Í dag verður einnig tekin í notkun ný 17. braut
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 21. júlí 2021 kl. 15:13

Keilir opnar nýja 17. braut í dag

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði mun í dag taka í notkun nýja 17. braut sem leysir þá gömlu af hólmi.

Nýja brautin er hin glæsilegasta og mun gera frábæran golfvöll enn betri. Af hvítum teigum er nýja brautin 329 metrar, 310 metrar af gulum, 298 metrar af bláum og 276 metrar af rauðum teigum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Drónamyndband af nýju brautinni fylgir fréttinni. Sjón er sögu ríkari.