Fréttir

Kjartan L. Pálsson látinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 7. apríl 2020 kl. 09:26

Kjartan L. Pálsson látinn

Kjartan Lárus Pálsson, blaðamaður og fararstjóri lést 3. apríl á Landspítalanum, 80 ára gamall.

Kjartan fæddist í Keflavík 6. Október 1939 og var elstur þriggja systkina. Hann fékk golfbakteríuna þegar hann tók þátt í móti blaðamanna árið 1969 og þá var ekki aftur snúið. Kjartan var liðsstjóri unglingalandslið karla og átti um tíma flest „draumahögg“ á Íslandi, varð formaður Einherjaklúbbins og fékk sæti í frægðarhöll hans. Þá var hann einvaldur landsliðsins 1979 til 1986.

Kjartan var fararstjóri í golfferðum í mörg ár og kynntist því fjölda íslenskra kylfinga sem nutu þess að leika golf erlendis með honum.

KLP eins og hann var alltaf kallaður lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Kristófersdóttur, tvö börn, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn.

Kylfingur.is sendir fjölskyldu Kjartans innilegar samúðarkveðjur.