Fréttir

Koepka dregur sig úr leik á Players meistaramótinu
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 8. mars 2021 kl. 23:00

Koepka dregur sig úr leik á Players meistaramótinu

Brooks Koepka, sem vann sitt fyrsta mót í tæplega þrjú á fyrra á þessu ári þegar að hann bar sigur úr býtum á Waste Management Phoenix Open mótinu, hefur þurft að draga sig úr leik á Players meistaramótinu vegna hnémeiðsla.

Players meistaramótið er stærsta mót ársins á PGA mótaröðinni og eru því flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Anirban Lahiri tekur sæti Koepka í mótinu.

Í yfirlýsingu frá umboðsmanni Koepka segir: „Það er þreyta í hægra hnénu hjá Brooks og hann mun ráðfæra sig við lækni varðandi framhaldið.“

2020 tímabilið fór hálfpartinn í vaskinn hjá Koepka sökum þrálátra meiðsla í hnénu og sagði Koepka sjálfur fyrr á árinu að hann hafi verið á slæmum stað um tíma.

„Ég hef átt mjög erfitt, ég var á dimmum stað andlega. Ég var ekki viss hvort ég myndi ná mér að fullu aftur. Vinstra hnéð á mér var ekki eins og það hægra. Ég var á slæumum stað, ég ætla ekki að neita því. “