Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Koepka keppir ekki á Opna bandaríska
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 10. september 2020 kl. 11:32

Koepka keppir ekki á Opna bandaríska

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka verður ekki á meðal keppenda þegar Opna bandaríska mótið fer fram dagana 17.-20. september á Winged Food golfvellinum.

Koepka hefur verið að berjast við þrálát meiðsli í hné undanfarna mánuði og þurfti meðal annars á aðstoð að halda í nokkrum hringjum á PGA meistaramótinu þar sem hann var þó í baráttunni þar til á lokadeginum.

Koepka tilkynnti á Twitter síðu sinni að hann yrði ekki með á Opna bandaríska mótinu að þessu sinni. Hann sigraði á mótinu árin 2017 og 2018 og endaði svo í 2. sæti árið 2019.