Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka mun komast aftur í efsta sætið án þess að keppa í móti
Brooks Koepka.
Þriðjudagur 6. nóvember 2018 kl. 12:19

Koepka mun komast aftur í efsta sætið án þess að keppa í móti

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka mun taka við efsta sætinu á heimslista karla í golfi af Englendingnum Justin Rose í næstu viku án þess að spila golf.

Eftir sigur Rose á Turkish Airlines Open mótinu er Rose með 0,05 stiga forskot á Koepka á toppi heimslistans. Eftir næstu helgi er hins vegar búið að reikna að Rose verður með 10,16 stig á meðan Koepka verður með 10,32 sama hvernig mót helgarinnar fara.

Mót helgarinnar á Evrópumótaröðinni er Nedbank Challenge á meðan leikið er í Mexíkó á PGA mótaröðinni á Mayakoba Golf Classic. Þrátt fyrir að Rose sé í toppbaráttunni á stigalista Evrópumótaraðarinnar ákvað hann fyrir nokkrum vikum að sleppa mótinu.

Málið hefur vakið töluverða athygli enda þykir það furðulegt að kylfingar komist í efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að spila ekki golf.

Þetta verður í annað skiptið sem Koepka kemst í efsta sæti heimslistans.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)