Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Kristján Þór og Ragnhildur í forystu
Vinkonurnar Ragnhildur og Berglind eru í harðri baráttu en brostu til ljósmyndarans á 13. teig.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 3. júní 2023 kl. 19:33

Kristján Þór og Ragnhildur í forystu

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Íslandsmeistarinn Kristján Þór Einarsson, GM eru í forystu á Leirumótinu á Hólmsvelli í Leiru, fyrsta stigamóti ársins hjá bestu kylfingum landsins. 

Ragnhildur lék á 4 höggum yfir pari, 76 höggum og er með þriggja högga forskot á Berglindi Björnsdóttur úr GR. Í þriðja sæti er Selfyssingurinn Heiðrún Annna Hlynsdóttir.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kristján Þór var í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag en hann lék á einu höggi undir pari og er á -4 í heildina, einu höggi betri en Birgir Björn Magnússon úr GK og Sigurður Arnar Grétarsson úr GKG. Þeir Birgir og Sigurður léku á besta skorinu á öðrum hring, 3 undir pari, 69 höggum. Forystusauðurinn frá fyrsta hring, Eyþór Hrafnar Ketilsson frá Akureyri átti erfiðan dag eftir að hafa leikið frábært golf á fyrsta hrinng þegar hann var á 4 höggum undir pari. Á öðrum hring lék hann 18 höggum verr, höggi að meðaltali á holu og kom inn á 86 höggum.

Aðstæður voru ágætar en örlítið meiri vindur en á fyrsta keppnisdegi og var skorið nokkuð hærra í báðum flokkum. Keppendur eru ánægðir með völlinn. Hann er í fínu standi, allir hlutir í góðu lagi og ljóst að veðurguðirnir höfðu ekki sömu áhrif á Hólmsvöll eins og marga velli á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Lokahringurinn hefst kl. 7.30 en um 80 keppendur leika þá síðasta hringinn en niðurskurður var eftir tvo hringi.

Kristján Þór við 18. flötina á öðrum hring. Kylfingur/pket.is