Fréttir

Kristjófer Karl kjörinn Íþróttakarl Mosfellsbæjar árið 2020
Kristófer Karl Karlsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 7. janúar 2021 kl. 21:26

Kristjófer Karl kjörinn Íþróttakarl Mosfellsbæjar árið 2020

Kristófer Karl Karlsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar var í gær kjörinn Íþróttakarl Mosfellsbæjar árið 2020. 

Kristófer lék vel á síðasta ári en hann varð til að mynd tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs, annars vegar í holukeppni og höggleik hins vegar. Hann varð einnig stigameistari á 19-21 árs. Hann varð klúbbmeistari GM og að lokum var hann valinn í karlalandsliðið sem lék á Evrópumóti landsliða í Hollandi.

Það var knattspyrnukonan Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem hlaut nafnbótinu Íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2020. Hún leikur með kvennaliði Fram.