Fréttir

Kristófer Karl og Nína Björk klúbbmeistarar GM 2022
Kristófer Karl Karlsson og Nína Björk Geirsdóttir. Ljósmynd: GM
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 13. júlí 2022 kl. 13:52

Kristófer Karl og Nína Björk klúbbmeistarar GM 2022

Kristófer Karl setti glæsilegt vallarmet og Nína Björk varð klúbbmeistari í 18. sinn

Kristófer Karl Karlsson og Nína Björk Geirsdóttir eru klúbbmeistarar GM 2022.

Kristófer Karl lék hringina þrjá á 211 höggum (73-62-76) eða samtals á 5 höggum undir pari Hlíðavallar, átta höggum betur en Ingi Þór Ólafson. Kristján Þór Einarsson varð þriðji, tveimur höggum á eftir Inga Þór.

Nína Björk lék hringina þrjá á 234 höggum (86-72-76) eða samtals á 18 höggum yfir pari vallarins. Heiða Guðnadóttir hafnaði í öðru sæti, 10 höggum á eftir Nínu Björk og Arna Rún Kristjánsdóttir í þriðja sæti, þremur höggum á eftir Heiðu.

Kristófer Karl varð með sigrinum klúbbmeistari í annað sinn og hann setti einnig glæsilegt vallarmet á öðrum hring þegar hann lék Hlíðavöll á 62 höggum. Fyrra metið áttu þeir Björn Óskar Guðjónsson, síðan á lokahring Meistaramótsins á síðasta ári og Ingi Þór Ólafson, sem jafnaði það á Icelandic Junior Midnight Challenge í lok síðasta mánaðar. Fyrra metið var 65 högg.

Nína Björk varð með sigrinum klúbbmeistari í 18. sinn, sem verður að teljast ótrúlegur árangur.

Lokastaðan á mótinu