Fréttir

Kynningarmyndband um fyrirhugaðar breytingar í Grafarholtinu
11. flötin verður færð þar sem núverandi flöt liggur í of miklum halla.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 20:01

Kynningarmyndband um fyrirhugaðar breytingar í Grafarholtinu

Eins og Kylfingur.is greindi frá nú fyrir skömmu mun Golfklúbbur Reykjavíkur leggjast þrjár stórar framkvæmdir sem meðal annars eiga að bæta aðstöðu félagsmanna til að stunda íþróttina allt árið um kring. Einnig á að fara í endurbætur á Grafarholtsvelli ásamt því að byggja nýja þjónustumiðstöð.

Nú hefur GR komið með nánari skýringar á framkvæmdunum og hafa sett saman flott myndband sem lýsir hverjum þætti fyrir sig. Framkvæmdir eiga að hefjast á vormánuðum og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra.