Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Lægsta meðalskorið á PGA mótaröðinni í 18 ár
Kevin Na.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. janúar 2021 kl. 20:24

Lægsta meðalskorið á PGA mótaröðinni í 18 ár

Aðdáendur PGA mótaraðarinnar eru vanir að sjá lág skor á mótaröðinni en tölur laugardagsins á Sony Open voru lægri en vanalega.

Þriðji keppnisdagur mótsins fór fram á laugardaginn á Wailalae golfvellinum og var meðalskor keppenda 66,66 högg. Aðstæður voru góðar en það rigndi vel um föstudagsnóttina sem gerði flatirnar þægilegri fyrir keppendur.

Um er að ræða lægsta meðalskor á PGA mótaröðinni frá árinu 2003 þegar keppendur Bob Hope Chrysler Classic mótsins spiluðu þriðja hring mótsins að meðaltali á 66,28 höggum.

Líkt og Kylfingur hefur greint frá er Brendan Steele með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á 18 höggum undir pari. Tveimur höggum á eftir honum eru Kevin Na, sem lék á 61 höggi á laugardaginn, og Joaquin Niemann.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.