Fréttir

Landry í 17. sæti á stigalistanum eftir sigurinn
Andrew Landry.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 19:48

Landry í 17. sæti á stigalistanum eftir sigurinn

Eftir sigurinn um helgina á The American Express mótinu á PGA mótaröðinni er Andrew Landry kominn upp í 17. sæti stigalista mótaraðarinnar.

Landry er næst neðstur á listanum af þeim kylfingum sem hafa sigrað á mótaröðinni á tímabilinu en í sætinu fyrir neðan Landry er Tiger Woods. Ólíkt Landry hefur Woods hins vegar bara leikið í einu móti en mót helgarinnar var 9. mót Landry. 

Landry hafði einungis komist einu sinni í gegnum niðurskurðinn í fyrstu 8 mótum tímabilsins þegar kom að American Express mótinu en hann lék hringina fjóra á 26 höggum undir pari og sigraði með tveggja högga mun.

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Farmers Insurance Open þar sem kylfingar á borð við Jon Rahm, Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal keppenda.

Staðan á stigalistanum fyrir Farmers Insurance Open.

1. Justin Thomas, 1.162 stig
2. Brendon Todd, 1.041 stig
3. Sebastian Munoz, 904 stig
4. Lanto Griffin, 887 stig
5. Cameron Smith, 740 stig