Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Lee6 efst á Evian þegar keppni er hálfnuð
Lee6 leiðir þegar mótið er hálfnað
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 17:03

Lee6 efst á Evian þegar keppni er hálfnuð

Öðrum hring Evian risamótsins er lokið. Þegar keppni  er hálfnuð er það hin Suður kóreska Jeungeun Lee6 sem leiðir mótið. 

Hin 25 ára Lee6 hefur leikið hringina tvo á samtals 15 höggum undir pari og er 3 höggum á undan Ariya Jutanugarn og Pajaree Anannarukarn sem báðar koma frá Taílandi. Lee6 lék hringinn í dag á 61 höggi og jafnaði lægsta skor sögunnar á risamóti.

Þessar þrjár hafa skorið sig nokkuð frá öðrum keppendum en næstar koma Lydia Ko og Yealimi Noh á 9 höggum undir pari.

Keppni heldur áfram í fyrramálið en niðurskurðurinn miðast við þá sem leiki hafa á einu höggi yfir pari eða betur.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21