Fréttir

Leik lokið í Kanada
Kanada sendi tvö lið, lið eitt vann liðakeppnina en Ísland endaði í næstneðsta sæti liða
Laugardagur 7. október 2023 kl. 19:24

Leik lokið í Kanada

Heimsmeistaramóti stúlknalandsliða lauk í dag í Kanada en bæði var liðakeppni og einstaklingskeppni.

Kanada sendi tvo lið, lið eitt vann. Ísland endaði í 20. sæti af 22 tveimur liðum.

Denisa Vodickova frá Tékklandi vann einstaklingskeppnina, spilaði hringina fjóra á -7.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir endaði í 21-23. sæti á +12 en hún lék á 75 höggum eða 4 yfir pari í dag.

Pamela Ósk Hjaltadóttir endaði í 63-64. sæti á +41 en hún lék á 78 eða 7 yfir pari í dag.

Helga Signý Pálsdóttir endaði í næsta sæti fyrir neðan Pamelu, lék á +45 en hún lék líka á 78 í dag eins og Pamela.