Fréttir

Lék á 57 höggum í framhaldsskólamóti
Merki Reagan framhaldsskólans sem Macy Pete leikur fyrir.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 06:59

Lék á 57 höggum í framhaldsskólamóti

Macy Pete er hæst skrifaði framhaldsskólakylfingurinn í Norður Karolínu. Hún stóð heldur betur undir því á þriðjudaginn þegar hún var við leik á Central Piedmont 4-a Conference Championship.

Pete gerði sér lítið fyrir og lék Bermuda Run West Country Club völlinn á 57 höggum. Fékk 14 fugla og 4 pör á hringnum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Hún setti met yfir besta skor sögunnar á þessu stigi skólagolfsins í Norður Karolínu bæði hjá strákum og stelpum.

Þess ber þó að geta að völlurinn var í styttri kantinum eða um 4.300 metra langur en ótrúlegt skor engu að síður. Til samanburðar er Grafarholtsvöllur 4.669 metrar að lengd á sambærilegum teigum.