Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LET Access: Guðrún Brá líklega úr leik eftir slæman hring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Föstudagur 14. september 2018 kl. 13:15

LET Access: Guðrún Brá líklega úr leik eftir slæman hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er líklega úr leik á WPGA International Challenge mótinu sem fer fram á LET Access mótaröðinni eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 78 höggum. 

Guðrún Brá er samtals á 8 höggum yfir pari í mótinu en niðurskurðurinn miðast við kylfinga á 4 höggum yfir pari þessa stundina.

Fari svo að Guðrún Brá komist áfram í mótinu fer lokahringur þess fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is