Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Lewis óvænt úr leik í Solheim bikarnum
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 17:12

Lewis óvænt úr leik í Solheim bikarnum

Stacy Lewis verður ekki með liði Bandaríkjanna í Solheim bikarnum á Gleneagles vegna meiðsla. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska liðinu í dag en Lewis þurfti að hætta við þátttöku vegna meiðsla.

 „Þetta er erfið ákvörðun því ég valdi Stacy af því að hún er ein af leiðtogunum í hópnum,“ sagði fyrirliðinn Inkster á blaðamannafundi.  „Mig langaði að hún myndi spila en ég held að við höfum gert það besta úr stöðunni, ég er með heilbrigðan leikmann og Stacy mun hjálpa okkur í mótinu.“

Í stað Lewis kemur Ally McDonald í liðið en Solheim bikarinn hefst á föstudaginn.

Lið Bandaríkjanna: Marina Alex, Brittany Altomare, Danielle Kang, Megan Khang, Jessica Korda, Nelly Korda, Ally McDonald, Annie Park, Morgan Pressel, Lizette Salas, Lexi Thompson, Angel Yin

Lið Evrópu: Celine Boutier, Carlota Ciganda, Anne van Dam, Georgia Hall, Caroline Hedwall, Charley Hull, Bronte Law, Carline Masson, Azahara Munoz, Anna Nordqvist, Suzann Pettersen, Jodi Ewart-Shadoff