Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Lexi Thompson fór holu í höggi (Myndband)
Lexi Thompson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 21. nóvember 2020 kl. 10:36

Lexi Thompson fór holu í höggi (Myndband)

Pelican Women's meistaramótið er mót helgarinnar á LPGA mótaröðinni í golfi. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og er Sei Young Kim í forystu þegar mótið er hálfnað á 8 höggum undir pari.

Lexi Thompson er jöfn í 19. sæti eftir fyrstu tvo hringina og komst því örugglega í gegnum niðurskurðinn. Hún á högg mótsins til þessa en hún fór holu í höggi á fyrsta keppnisdeginum.

Myndband af draumahögginu má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21