Fréttir

Líklegt að OPNA breska verði frestað
Darren Clarke sigraði árið 2011 þegar mótið var síðast haldið á Royal St. Georgs vellinum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 4. apríl 2020 kl. 12:20

Líklegt að OPNA breska verði frestað

Líklegt er nú talið að OPNA breska meistaramótinu fari ekki fram á þessu ári en nær öllum mótum atvinnumanna hefur verið frestað langt fram í sumarið, þar á meðal fyrstu tveimur risamótunum karla, Masters, PGA og Opna bandaríska sem og mótum á öðrum mótaröðum.

Í kjölfar tíðinda um að Wimbledon risamótinu í tennis hafi verið frestað en það er stórviðburður í Englandi og sá næsti á undan Opna golfmótinu, er líklegt að R&A fresti OPNA mótinu en það á að fara fram 16.-19. júlí á Royal St. George vellinum á Suður Englandi. Talið er að nú sé staðan sú að ekkert keppnisgolf verði leikið fyrr en í ágúst mánuði. Þá er ljóst að mörg mót munu hreinlega ekki fara fram á þessu ári.

OPNA mótinu hefur ekki fallið út síðan í seinni heimsstyrjöldinni en síðasta árið sem það var ekki leikið var árið 1945. Miklar hefðir eru í kringum mótið og nú þegar verið ákveðið á hvaða golfvelli mótið verður til ársins 2023. Það flækir stöðuna hjá mótshöldurum. Árið 2021 á til dæmis að halda mótið á Gamla vellinum í St. Andrews á stórafmæli hans, á Royal Liverpool árið 2022 og á Royal Troon árið 2023.