Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Listi yfir 15 risatitla Tiger Woods
Woods fær hér græna jakkann árið 2001.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 12:00

Listi yfir 15 risatitla Tiger Woods

Með sigri sínum á Masters mótinu á sunnudaginn er Tiger Woods kominn með 15 sigra á risamótum á sínum magnaða ferli. Woods er nú einungis þremur sigrum frá meti Jack Nicklaus sem sigraði á 18 risamótum á sínum tíma.

Fyrsti sigur Woods á risamóti kom einmitt á Masters mótinu árið 1997 þegar hann lék á nýju mótsmeti og varð 12 höggum á undan Tom Kite.

Nú, 22 árum seinna, er Woods kominn með 15 titla og eru sérfræðingar farnir að velta því fyrir sér hvort hann eigi eftir að bæta við sig enn fleiri titlum áður en ferlinum lýkur.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir 15 sigra Woods á risamótum:

1997: Masters

1999: PGA meistaramótið

2000: Opna bandaríska meistaramótið
2000: Opna mótið
2000: PGA meistaramótið (2)

2001: Masters (2)

2002: Masters (3)
2002: Opna bandaríska meistaramótið (2)

2005: Masters (4)
2005: Opna mótið (2)

2006: Opna mótið (3)
2006: PGA meistaramótið (3)

2007: PGA meistaramótið (4)

2008: Opna bandaríska meistaramótið (3)

2019: Masters (5)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)