Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Lítt þekktur Bandaríkjamaður hafði betur gegn Rory
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 15. júlí 2025 kl. 16:28

Lítt þekktur Bandaríkjamaður hafði betur gegn Rory

Rory McIlroy náði ekki að vinna sinn anna titil á Opna skoska mótinu um síðustu helgi á Renaissance vellinum í Skotalndi. Lítt þekktur Bandaríkjamaður, Chris Gotterup stal sigrinum en Rory þótti sýna réttan íþróttaanda þegar hann klappaði fyrir honum eftir síðasta púttið og óskaði honum til hamingju þegar þeir gengu frá skorkortinu.

Þeir voru jafnir fyrir lokahringinn en sá bandaríski hafði betur gegn stórstjörnunni. Rory hefur gengið vel á þessum velli undanfarin ár og varð fjórði í fyrra og vann 2023.

Gutterup sýndi allar sínar bestu hliðar og setti m.a. vallarmet á Renaissance vellinum þegar hann lék á -9, 61 höggi á öðrum degi. Þeir félagar ásamt öllum bestu kylfingum heims verða í edllínunni í N-Írlandi í vikunni en OPNA mótið hefst á fimmtudag og verður leikið á Royal Portrush vellinum.

Örninn 2025
Örninn 2025