Fréttir

Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum Íslandsmóts unglinga í holukeppni
Ragnar Már Ríkarðsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 23:00

Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum Íslandsmóts unglinga í holukeppni

Fyrsti dagur Íslandsmóts unglinga í holukeppni fór fram í dag, föstudag, á Húsatólftavelli í Grindavík. Leikfyrirkomulag fyrsta dagsins var 18 holu forkeppni í höggleik og er nú ljóst hvaða kylfingar mætast í 16 manna úrslitum í öllum flokkum á laugardaginn.

Ragnar Már Ríkarðsson, GM, lék manna best á fyrsta keppnisdegi en hann lék á 4 höggum undir pari. Ragnar leikur í flokki 19-21 árs og fer inn í holukeppnina í efsta sæti flokksins.

Markús Marelsson, GKG, og Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, léku einnig undir pari á fyrsta keppnisdegi og voru efstir í sínum flokkum.

Hér fyrir neðan má sjá 16 manna úrslit Íslandsmótsins í holukeppni:

Hér verður hægt að sjá úrslit allra leikja í holukeppninni.