Fréttir

Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni
Henning Darri Þórðarson er kominn í 4 manna úrslit í flokki 19-21 árs.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 10:00

Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni

Í dag, sunnudag, fara fram úrslitaleikir Íslandsmóts unglinga í holukeppni á Húsatólftavelli í Grindavík.

Snemma um morguninn spila keppendur mótsins í undanúrslitum og eftir hádegi fara úrslitaleikirnir og leikir um þriðja sætið fram.

Undanúrslitaleikirnir í Íslandsmóti unglinga í holukeppni verða eftirfarandi (svigi fyrir aftan nöfn gefur til kynna sæti í höggleiknum á föstudaginn):

19-21 árs kk:

Sverrir Haraldsson (8) mætir Henning Darra Þórðarsyni (4)
Lárus Garðar Long (2) mætir Elvari Má Kristinssyni (6)

17-18 ára kk:

Tómas Eiríksson Hjaltested (1) mætir Inga Þór Ólafssyni (5)
Kristófer Karl Karlsson (7) mætir Jóni Gunnarssyni (14)

15-16 ára kk:

Bjarni Þór Lúðvíksson (8) mætir Böðvari Braga Pálssyni (4)
Dagur Fannar Ólafsson (2) mætir Finni Gauti Vilhelmssyni (6)

14 ára og yngri kk:

Markús Marelsson (1) mætir Veigari Heiðarssyni (4)
Skúli Gunnar Ágústsson (2) mætir Gunnlaugi Árna Sveinssyni (3)

17-18 ára kvk:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir (1) mætir Ásdísi Valtýsdóttur (4)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (2) mætir Maríu Björk Pálsdóttur (3)

15-16 ára kvk:

Eva María Gestsdóttir (1) mætir Katrínu Sól Davíðsdóttur (5)
María Eir Guðjónsdóttir (2) mætir Nínu Margréti Valtýsdóttur (3)

14 ára og yngri kvk:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir (1) mætir Pamelu Ósk Hjaltadóttur (5)
Helga Signý Pálsdóttir (2) mætir Fjólu Margréti Viðarsdóttur (3)