Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Lokapútt Pettersen í Solheim bikarnum tilnefnt sem íþróttaaugnablik ársins
Suzann Pettersen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 1. desember 2019 kl. 22:58

Lokapútt Pettersen í Solheim bikarnum tilnefnt sem íþróttaaugnablik ársins

Kosningar fyrir BBC Íþróttaaugnablik ársins er nú formlega hafa en úrslitin verða kunngjörð 15. desember næstkomandi á BBC Íþróttaeinstakling ársins verðlaununum.

Lokapútt Suzann Pettersen í Solheim bikarnum sem tryggði Evrópu sigurinn fyrr á árinu er eitt af augnablikunum sem eru tilnefnd. Þegar allt keppnin sjálf var undir gerði hin reynda Pettersen engin mistök og setti púttið í sem tryggði Evrópu sigurinn á móti bandaríska liðinu. 

Tilfinningar báru Pettersen ofurliði eftir að púttið rataði í holu og stuttu seinna tilkynnti hún að hún hyggðist leggja keppnisgolf á hilluna.

Þrátt fyrir að Íslendingar geti ekki verið með í kosningunni er þetta mikill heiður fyrir Pettersen og golfíþróttina í heild sinni.