Fréttir

Lokaúrtökumótið í beinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 15. nóvember 2019 kl. 08:00

Lokaúrtökumótið í beinni

Fyrsti keppnisdagur lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð karla fer fram í dag á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Blaðamaður Kylfings er á svæðinu og mun flytja fréttir af öllu því helsta sem þar fer fram.

Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson eru allir á meðal keppenda í mótinu og er þetta í fyrsta skiptið sem þrír íslenskir kylfingar leika í lokaúrtökumótinu á sama tíma. Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.

Andri og Guðmundur leika saman í holli í dag og fara þeir út klukkan 9:40 að íslenskum tíma. Bjarki fer svo 20 mínútum seinna út eða klukkan 10:00 að íslenskum tíma.

Strákarnir leika allir á Hills vellinum á Lumine svæðinu í dag og á Lakes vellinum á morgun.

Golfsamband Íslands í samstarfi við Kylfing verður með skor íslensku keppendanna í beinni á Twitter síðu Golfsambandsins en hægt verður að fylgjast með því hér fyrir neðan.