Fréttir

Lowry þénaði rúmar 240 milljónir króna fyrir sigurinn
Shane Lowry. Mynd: Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 09:48

Lowry þénaði rúmar 240 milljónir króna fyrir sigurinn

Shane Lowry sigraði á Opna mótinu sem fór fram á Royal Portrush vellinum um helgina. Lowry lék hringina fjóra í mótinu á 15 höggum undir pari og varð að lokum sex höggum á undan Tommy Fleetwood sem varð annar.

Fyrir sigurinn fær Lowry 1.935.000 dollara eða rúmlega 240 milljónir króna. Þetta er fyrsti sigur Írans á risamóti.

Fleetwood fer ekki tómhentur heim þrátt fyrir að hafa endað í öðru sæti en hann þénaði hvorki meira né minna en 140 milljónir fyrir þann árangur.

1 Shane Lowry -15 67 67 63 72 269 $1.935.000
2 Tommy Fleetwood -9 68 67 66 74 275 $1.120.000
3 Tony Finau -7 68 70 68 71 277 $718.000
T4 Lee Westwood -6 68 67 70 73 278 $503.500
T4 Brooks Koepka -6 68 69 67 74 278 $503.500
T6 Robert MacIntyre -5 68 72 71 68 279 $313.000
T6 Tyrrell Hatton -5 68 71 71 69 279 $313.000
T6 Danny Willett -5 74 67 65 73 279 $313.000
T6 Rickie Fowler -5 70 69 66 74 279 $313.000
10 Patrick Reed -4 71 67 71 71 280 $223.000