Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

LPGA: Saso yngsti sigurvegari sögunnar á Opna bandaríska kvennamótinu
Yuka Saso.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 7. júní 2021 kl. 22:41

LPGA: Saso yngsti sigurvegari sögunnar á Opna bandaríska kvennamótinu

Dramatíkin var mikil á lokadegi Opna bandaríska kvennamótsins sem lauk í gær í San Francisco í Bandaríkjunum. Leikið var á Olympic Club vellinum en mótið er annað risamót ársins af þeim fimm sem eru leikin í kvennagolfinu. Svo fór að lokum að hin 19 ára gamla Yuka Saso fagnaði sigri eftir bráðabana við Nasa Hataoka. 

Fyrir lokadaginn var Lexi Thompson með eins höggs forystu á Saso en fljótlega virtist Thompson ætla að landa titlinum eftir að leika fyrstu sex holurnar á höggi undir pari á meðan Saso lék þær á fjórum höggum yfir pari og Hataoka á höggi yfir par.

kylfingur.is
kylfingur.is

Hataoka sem hóf daginn sex höggum á eftir Thompson lék þó frábært golf síðustu 12 holurnar en á þeim holum fékk hún fimm fugla og aðeins einn skolla. Hún var því fyrsta manneskjan til að komast í hús á samtals fjórum höggum undir pari eftir að leika lokahringinn á þremur höggum undir pari.

Saso lék einnig frábært golf á síðustu 12 holunum þar sem hún náði sér í þrjá fugla, einn skolla og restina pör. Hún kom því líka í hús á fjórum höggum undir pari eftir að leika á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari.

Á sama tíma virtist leikur Thompson falla líkt og spilaborg eftir 10 holur. Hún fékk skramba á 11. holunni og eftir skolla á holum 14 og 17 var staðan þannig að Thompson var samtals á fjórum höggum undir pari þegar á lokaholuna var komið. Hún sló þar í glompu við flötina og missti svo par púttið sitt til að komast í umspil um sigurinn. Hún endaði því í þirðja sæti á þremur höggum undir pari.

Í umspilinu setti Saso niður um þriggja metra pútt fyrir sigrinum og varð hún þar með yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að vinna þetta mót. Hún er aðeins 19 ára gömul en hún verður 20 ára gömul eftir tvær vikur.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21