Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Celine Boutier fagnaði sigri í Ástralíu
Celine Boutier.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 12:00

LPGA: Celine Boutier fagnaði sigri í Ástralíu

ISPS Handa Vic Open mótinu lauk nú í morgun og var það Celine Boutier sem fagnaði sigri. Sigur hennar kom eftir hring upp á 72 högg og endaði hún tveimur höggum á undan næstu kylfingum.

Fyrir daginn var það Kim Kaufman sem var í forystu á 10 höggum undir pari. Hún náði sér aftur á móti aldrei á strik og kom í hús á 78 höggum eða sex höggum yfir pari.

Boutier lék aftur á móti nokkuð stöðugt golf þar sem hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restina pör. Hún endaði mótið á átta höggum undir pari.

Þær voru þrjár sem voru jafnar í öðru sæti á sex höggum undir pari. Það voru Sarah Kemp, sem átti besta hring dagsins 65 högg, Charlotte Thomas og Su Oh.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)