Fréttir

LPGA: Ernst og Kupcho í algjörum sérflokki
Austin Ernst.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 6. mars 2021 kl. 23:33

LPGA: Ernst og Kupcho í algjörum sérflokki

Þriðji hringur LPGA Drive On meistaramótsins var leikinn í dag og má segja að þær Austin Ernst og Jennifer Kupcho séu í algjörum sérflokki að honum loknum. Ernst og Kupcho eru höggi frá hvor annari en næstu konur eru fimm höggum þar á eftir.

Ernst og Kupcho hafa verið í efstu sætunum frá byrjun og varð engin breyting á því í dag. Fyrir daginn voru þær stöllur jafnar á 10 höggum undir pari. Það var Ernst sem lék betur af þeim tveimur og kom hún í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hún er því samtals á 13 höggum undir pari.

Kupcho lék aftur á móti á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari, og er hún höggi á eftir á 12 höggum undir pari.

Jafnar í þriðja sæti á sjö höggum undir pari eru þær Jenny Coleman, Patty Tavatanakit og Albena Valenzuela en sú síðast nefnda átti besta hring dagsins er hún kom í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.