Fréttir

LPGA: Hataoka með eins höggs forystu
Nasa Hataoka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 2. október 2020 kl. 19:42

LPGA: Hataoka með eins höggs forystu

Annar dagur Shoprite LPGA Classic mótsins var leikinn í dag. Það er hin japanska Nasa Hataoka sem er í forystu eftir tvo hringi, höggi á undan næsta kylfingi.

Hataoka lék á 67 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari. Hún var í miklu stuði í gær en þá fékk hún sex fugla, einn örn og einn skolla á leið sinni að 64 höggum. Samtals er hún því á 11 höggum undir pari.

Mi Hyang Lee er ein í öðru sæti á 10 höggum undir pari. Hún var í forystu eftir gærdaginn þegar hún kom í hús á 63 höggum. Í dag lék hún síðan á 69 höggum, eða tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.