Fréttir

LPGA: Henderson frábær á öðrum degi Buick LPGA Shanghai mótsins
Brooke M. Henderson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 09:29

LPGA: Henderson frábær á öðrum degi Buick LPGA Shanghai mótsins

Annar hringur Buick LPGA Shanghai mótsins á LPGA mótaröðinni var leikinn í nótt og var það Brooke M. Henderson sem stal senunni með frábærum hring upp á 64 högg. Hún er eftir daginn með tveggja högga forystu á næsta kylfing.

Henderson byrjaði daginn með látum en hún fór holu í höggi strax á annarri holu dagsins. Þess má til gamans geta að hún var þriðju kylfingurinn sem fór holu í höggi í mótinu en Brittany Altomare fór holu í höggi á sömu holu í gær og Ariya Jutanugarn fór holu í höggi á 11. holunni í dag. Henderson fékk skolla á þriðju holunni en á næstu níu holum fékk hún sex fugla. Hún fékk einn fugl til viðbótar og kom því í hús á 64 höggum, eða átta höggum undir pari.

Jessica Korda er ein í öðru sæti eftir annan daginn á níu höggum undir pari. Hún lék á 67 höggum í dag.

Hringur Henderson var tveimur höggum betri en næst besti hringurinn. Kristen Gillman var sú eina sem lék á 66 höggum í dag en hún er samtals á fimm höggum undir pari og jöfn í sjötta sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.