Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Higa í forystu á Opna bandaríska
Mamiko Higa
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 08:31

LPGA: Higa í forystu á Opna bandaríska

Fyrsti hringur Opna bandaríska mótsins fór fram í gær og er það japanski kylfingurinn Mamiko Higa sem er í forystu eftir daginn. Hún er með eins höggs forystu á næstu kylfinga.

Higa gerði engin mistök á fyrsta hringnum. Á hringnum fékk hún sex fugla og restina pör og kom því í hús á 65 höggum, eða sex höggum undir pari.

Höggi á eftir Higa eru þær Esther Henseleit og áhugakylfingurinn Gina Kim. Kim lék einmitt með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í holli.

Ólafía Þórunn byrjaði nokkuð vel í gær og kom í hús á 71 höggum. Nánar má lesa um hringinn hennar hérna.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)