Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Higa með nauma forystu þegar leik var frestað
Mamiko Higa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 07:27

LPGA: Higa með nauma forystu þegar leik var frestað

Japanski kylfingurinn Mamiko Higa er með eins höggs forystu að loknum tveimur dögum á Opna bandaríska kvennamótinu. Vegna veðurs og síðar meir vegna myrkurs náðu ekki allar að ljúka leik á öðrum hring.

Higa var ein af þeim sem náði að klára hringinn sinn. Hún byjaði mótið með látum en fyrsta hringinn lék hún á 65 höggum, eða sex höggum undir pari, og er það lægsti fyrsti hringur í sögu mótsins. Í erfiðum aðstæðum í gær tókst Higa að leika á pari vallar þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla á síðustu sex holunum.

Hún er því samtals á sex höggum undir pari, einu höggi á undan næstu. Jessica Korda er ein í öðru sæti á fimm höggum undir pari en hún lék á 68 höggum í gær, eða þremur höggum undir pari. Áhugakylfingurinn Gina Kim er enn í toppbaráttunni á samtals fjórum höggum undir pari.

Annar hringur mótsins verður kláraður í dag og í framhaldinu verður þriðji hringurinn leikinn. Hérna má fylgjast með gangi mála.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)