Fréttir

LPGA: Hur fagnaði sigri í Skotlandi
Mi Jung Hur.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 17:00

LPGA: Hur fagnaði sigri í Skotlandi

Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open mótið, eða einfaldlega Scottish Open, kláraðist í gær en mótið var haldið sameiginlega af Evrópumótaröð kvenna og LPGA mótaröðinni. Það var hin suður-kóreska Mi Jung Hur sem bar sigur úr býtum eftir að leika á samtals 20 höggum undir pari.

Hur og Jeongeun Lee6 voru jafnar fyrir lokadaginn á 15 höggum undir pari. Á meðan Lee6 náði aðeins að leika á 70 höggum, eða einu höggi undir pari, lék Hur við hvern sinn fingur og kom í hús á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Eftir að hafa verið á einu höggi yfir pari eftir átta holur fékk hún fimm fugla á síðustu 10 holunum og tryggði sér þannig fjögurra högga sigur.

Þetta var hennar þriðji sigur á LPGA mótaröðinni en tæplega fjögur ár eru síðan að hún vann mót síðast. 

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.