Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

LPGA: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn
Inbee Park.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 1. maí 2021 kl. 10:03

LPGA: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn

Hin kínverska Xiyu Lin er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á HSBC Women's World Championship mótinu sem fer fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Lin er á 14 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringi mótsins en hún hefur leikið á 67, 68 og 67 höggum.

Sólning
Sólning

Einungis höggi á eftir Lin eru risameistararnir Hannah Green og Inbee Park jafnar á 13 höggum undir pari. Þær þrjár verða allar saman í lokaráshópnum þar sem allt getur gerst.

Gaby Lopez er í fjórða sæti á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á undan In Gee Chun, Lydia Ko og So Yeon Ryu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21