Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

LPGA: Ji efst eftir tvo hringi
Eun-Hee Ji.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 06:29

LPGA: Ji efst eftir tvo hringi

Annar hringur Lotte Championship mótsins á LPGA mótaröðinni var leikinn seint í gær. Það er Eun-Hee Ji sem er í forystu eftir hringinn á samtals 15 höggum undir pari.

Ji hefur leikið einstaklega vel fyrstu tvo dagana. Hún kom í hús á 64 höggum á fyrsta degi mótsins og fylgdi því eftir með hring upp á 65 högg í gær. Á hringnum fékk hún einn örn, sex fugl, einn skolla og restina pör.

Nelly Korda, sem var í forystu eftir fyrsta hringinn, lék á 68 höggum í gær, eða fjórum höggum undir pari, er ein í öðru sæti á 13 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is