Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

LPGA: Kang fór best af stað á nýju tímabili
Danielle Kang.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 19:54

LPGA: Kang fór best af stað á nýju tímabili

LPGA mótaröðin hóf göngu sína að nýju í kvöld þegar mót meistaranna hófst, Diamond Resorts Tournament of Champions. Danielle Kang fór best af stað og er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn.

Kang lék vel á síðasta tímabili þar sem hún vann meðal annars tvö mót. Hún hélt því uppteknum hætti frá síðasta tímabili í dag með hring upp á 64 högg, eða sjö höggum undir pari. Hún tapaði ekki höggi á hringnum í dag, þrír fuglar komu á fyrstu níu holunum og fjórir á þeim síðari.

Þær Gaby Lopez og systurnar Jessica og Nelly Korda eru svo jafnar í öðru sæti á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.